Nær öll raftæki, símar, spjaldtölvur og fartölvur eru með raðnúmer (e. Serial Number) – sem er ekki það sama og IMEI-númer. Raðnúmer er 11-stafa númer.
Hér að neðan eru nokkrar leiðir til að finna raðnúmer á farsímanum eða snjallúrinu þínu.
Svona getur þú fundið raðnúmer tækisins
Með takkaborði símans
Opnaðu takkaborð símans
Sláðu inn: *#06#
IMEI númer og raðúmer (SN) birtast á skjánum sem venjulegar tölur og sem strikamerki.
Í stillingum tækisins
Opnaðu stillingar tækisins
Veldu "Um símann"
Á skjánum birtast upplýsingar um símann þ.m.t. raðnúmer.
Á kassanum af tækinu
Utan á kassanum af tækinu er miði með áprentuðu raðnúmeri (og IMEI númeri) tækisins.
Svona getur þú fundið raðnúmer snjallúrsins
Í stillingum á úrinu
Ýttu á heimahnappinn á úrinnu til að fara í aðalvalmyndina og opnaðu stillingar.
Skrunaðu niður og veldu "Um úr"
Finndu og pikkaðu á "Staða" eða "Upplýsingar um úr" og þar má sjá raðnúmer tækisins
Skoða IMEI á úrinu sjálfu
Taktu úrið af úlnliðnum
Skoðaðu bakhlið úrsins þar sem ætti að vera límmiði eða texti þar sem raðnúmerið er prentað.
Með Galaxy Wearable appinu á símanum
Opnaðu Galaxy Wearable appið á símanum þínum sem er tengt við snjallúrið
Veldu stillingar úrs valmöguleikann
Skrunaðu niður og pikkaðu á "Um úr"
Finndu og pikkaðu á "Staða" eða "Upplýsingar um úr" og þar má sjá raðnúmer tækisins
Á kassanum af tækinu
Utan á kassanum af tækinu er miði með áprentuðu raðnúmeri (og IMEI númeri) tækisins.