Galaxy Buds

Finndu þín Galaxy Buds

Snjallt ANC

Virk hljóðeinangrum

Umhverfishljóð í þínum höndum. Allar nýrri týpur Galaxy Buds bjóða upp á virka hjóðeinangrun (e. active noice cancellation) sem leyfir þér að útiloka hljóð í kring um þig fyrir betri upplifun. Þú getur útilokað öll umhverfishljóð þegar þú ert t.d. í strætó en bara að hluta ef þú ert á rólegu kaffihúsi.

Vatnsvarin heyrnatól

Þolir sveittar æfingar og blautt veður

Það getur komið sér vel í hinum ýmsu aðstæðum að eiga vatnsvarin heyrnatól. Nýju Galaxy Buds3 og Buds3 Pro eru ryk- og vatnsvarin með vottunina IP57 sem þýðir að þau þola að fara niður á allt að 1 metra dýpi í 30 mínútur. 

Kynntu þér nýju Galaxy Buds3 línuna

Þú getur meira með Galaxy AI

Aðlagað að þínu eyra

Með Galaxy Buds3 og Buds3 Pro eiga allir að geta notið ótrúlegra hljómgæða. Með aðlagandi tónjafnara (e. Adaptive Equalizer) sem nýta Galaxy AI er hjóðið sérsniðið fyrir sem besta upplifun eftir því hvernig heyrnatólin sitja í eyrunum hverju sinni.  

Sjálfvirk hávaðastýring með Buds3 Pro

Með sjálfvirkri hávaðastýring (e. Adaptive Noise Control) getur Galaxy Buds3 Pro útilokað kliður, hávaða í bíl og önnur óþarfa hljóð án þess að útiloka þig frá umhverfinu gjörsamlega. Með Galaxy AI gervigreind geta Buds3 Pro aðlagað hljóðeinangrunina eftir umhverfinu svo þú fáir allra bestu upplifunina.  

Hávaði

Veldu hversu mikinn hávaða þú vilt útiloka svo þú getur verið vakandi fyrir umhverfinu t.d. umferðinni. 

Samtal

Ef einhver byrjar að tala við þig á meðan þú ert að hlusta geta heyrnartólin sjálfkrafa aðlagað hljóðeinangrunina svo þú heyrir það sem skiptir máli.

Sírenur

Hlustaðu á uppáhalds lögin í friði með sírenu greiningu því Buds3 Pro loka á hávaða en ekki viðvörunarhljóð og sírenur sem vara þig við hættu.