Snjallari með Galaxy AI

Nýja S-línan brýtur blað með framúrstefnulegri nýtingu gervigreindar til þess að gera ótrúlegustu hluti. Galaxy AI eða Galaxy gervigreind samastendur af ýmsum uppfærslum og viðbótum við vélbúnað símans meðal annars nýjum sérhæfðum gervigreindarörgjörva auk tenginga við gervigreindarþjónustur t.d. frá Google. 

Circle to search

Hringleit

Hringleit með Google er tímamóta leitaraðferð þar sem þú getur einfaldlega dregið hring utan um  eitthvað á skjánum þínum og eins og hendi sé veifað þá birtast niðurstöðurnar án þess að þú þurfir að fara út úr forritinu sem þú ert að nota. Þú getur leitað að upplýsingum um hluti, staði, texta eða um það bil hvað sem birtist á skjánum þínum. Nú getur þú fundið upplýsingarnar fljótt og örugglega á meðan þú rennir í gegnum samfélagsmiðla, skilaboðin þín eða YouTube. Gerðu hring með fingurgómunum og þú finnur svarið.

Play Video
Hvernig á að nota Hringleit?

Photo Assist

Aðstoð ljósmynda

Með aðstoð ljósmynda getur þú gert myndirnar þínar enn betri. Með gervigreindarbreytingu (e. Generative edit) getur þú fært hluti til, lagað og breytt eins og hendi sé veifað. Breytingatillögur blása lífi í myndina þína á augabragði. Myndvinnsla hefur aldrei verið jafn einföld.

Play Video
Hvernig á að nota Aðstoð ljósmynda?

Live Translate

Þýðing í rauntíma

Þýðing í rauntíma nýtir gervigreind til þess að þýða símtal milli tveggja aðila sem tala ólík tungumál þannig að hvor aðilinn skilur hinn. Sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem ferðast mikið eða eiga í viðskiptum við fólk um allan heim. Bæði er hægt að fá símann til að skila þýðingunni í skrifuðum texta á skjánum eða nota talgervil til þess að lesa upp þýðinguna. Þannig getur til dæmis enskumælandi ferðamaður á Spáni átt samskipti við heimamann þannig að báðir tali sitt móðurmál en skilji hvor annan engu að síður.

Play Video
Hvernig á að nota Þýðingu í rauntíma?

Note Assist

Glósuaðstoð

Nýttu þér glósuaðstoð fyrir snjallari glósur. Glósuaðstoð nýtir háþróaða gervigreind til þess að bæta skilvirkni notenda með því að einfalda ýmis verkefni sem tengjast því að skrifa glósur og skipulagningu. 

Sjálfvirkt snið

Sjálfvirkt snið (e. Auto format) endurraðar textaglósum til þess að gera hana læsilegri með því að nota fyrirsagnir, punktalista og fleira. Notendur geta valið uppsetningu og útlit sem passar best að hverju sinni. 

Texta glósur þurfa að innihalda amk. 200 stafabil til þess að nota sjálfvirkt snið.  

Samantekt (e. Summarize) greinir innihald glósunnar og býr til samandregna útgáfu sem inniheldur öll lykilatriðin. 

Texta glósur þurfa að innihalda amk. 200 stafabil til þess að búa til samantekt.

Leiðrétt stafsetning (e. Correct spelling) greinir og leiðréttir stafsetningu og greinarmerkjasetningu í glósunni þinni. Sérhver breyting er undirstrikuð með bláu. 

Þýðing (e. Translate) umbreytir glósunni þinni frá einu tungumáli í annað. 

Einungis í boði fyrir völd tungumál en fleiri tungumálum verður bætt við í komandi uppfærslum.

Útbúnar forsíður (e. Generate covers) gerir þér kleift að búa til einstakt bókamerki fyrir glósurnar þínar svo þú getur aðgreint á milli glósuskjala og getur auðveldlega fundið það sem þú ert að leita að.