Snjallir fylgihlutir

Galaxy Buds Pro

Nýjustu Galaxy Buds heyrnatólin bjóða upp á einstaka upplifun með grípandi hljóði og snjöllu ANC sem hleypir inn eða lokar á hljóð nákvæmlega eftir þínu höfði. Þau eru einnig orðin vatnsvarin (IPX7) og þola því sveittustu æfingarnar og blautasta veðrið. 

Galaxy Watch Active2

Fágun á ferðinni með aukinni nákvæmni

Stílhrein nýsköpun fyrir þig sem ert á ferðinni: Galaxy Watch Avctive2 hjálpar þér með að halda utan um æfingarnar. Þökk sé eSIM1 geturðu haldið tengingu við umheiminn jafnvel þótt síminn sé ekki með í för. Ef þú kýst geta skilaboð, tónlist, símtöl og margt fleira verið með þér á ferðinni og ávalt innan seilingar.

Galaxy Buds+

Ný og endurbætt útgáfa af þessum frábæru þráðlausu heyrnartólum. Galaxy Buds+ eru fyrstu heyrnatólin okkar með tvíátta hátölurum sem skila fyllingu í hátónum og djúpum bassa. Þrír hljóðnemar stórbæta eiginleika Galaxy Buds+ til að nema tal þitt í símtölum þanig að samtöl þín verði skýrari jafnvel í hávaðasömu umhverfi.

Hvað er eSIM?

eSIM er rafrænt SIM-kort sem er innbyggt í úrið. Það virkar á sama hátt og hefðbundið SIM-kort nema hvað eSIM er er virkjað yfir netið án þess að eiginlegt kort sé sett í – enda er eSIM innbyggt. Þú getur notað sama símanumer í eSIM tækinu (úrinu) og í farsímanum þínum. eSIM er innbyggt í allar útgáfur af Galaxy Watch sem seld eru af viðurkenndum söluaðilum á Norðurlöndunum. Til þess að eSIM virki þarf fjarskiptafyrirtækið þitt að styðja eSIM. Settu þig í samband við fjarskiptafyrirtækið þitt til að grennslast fyrir um hvenær stuðningur við eSIM er væntanlegur.

* Notkun á eSIM kresfst þess að fjarskiptafyrirtækið þitt styðji tæknina.

Galaxy Fit

Með þessu netta armbandi færðu marga af kostum snjallúra. Galaxy Fit er með þér allan sólarhringinn.

Galaxy Watch

Með Galaxy Watch getur þú tekið á móti símtölum, séð áminningar og skilaboð og hlustað á tónlist án þess að taka fram símann. Þú stjórnar hversu auðveldlega aðrir geta náð í þig með því að stilla nákvæmlega hvað Galaxy Watch sýnir þér og hvað ekki.