Galaxy Buds Pro
Kynnumst nýju
Galaxy Buds Pro
Galaxy Buds Pro eru alveg þráðlaus heyrnatól með enn þróaðari tækni sem leyfir hljóðinu að hljóma betur og af meiri krafti en áður. Kveiktu og slökktu á umhverfishljóðum eins og þér hentar. Að hlusta er upplifun og Galaxy Buds Pro leyfir þér að stjórna ferðinni.
SNJALLT ANC
Lokaðu á hávaða,
hleyptu samtali inn
SNJALLT ANC
Umhverfishljóð í þínum höndum
ANC í Galaxy Buds Pro getur útilokað 99% af hávaða umhverfis þig. Innri og ytri hljóðnemar mæla allt hljóð í rauntíma. Veldu ANC stillingu til þess að slökkva á hljóðum sem þú vilt ekki heyra. Þú getur útilokað öll umhverfishljóð þegar þú ert t.d. í strætó en bara að hluta ef þú ert á rólegu kaffihúsi.
Samtalsstillingin hefur þann eiginleika að skipta úr hávaðaminnkunar stillingu í það að hleypa inn hljóðum um leið og hún heyrir röddina þína. Til dæmis ef þú ert á kaffihúsi og kveikir á ANC til þess að forðast hávaða og truflanir meðan þú situr en svo slekkst á því þegar þú talar við kaffiþjóninn. Heyrnatólin þagga niður í hljóðinu svo þú getir átt samtal jafnvel þegar þú hefur kveikt á umhverfishljóðum (e. Ambient Mode) eða slökkt á ANC með því að lækka tónlistina og hljóðneminn beinir athyglinni að þeim sem þú ert að tala við.
Umhverfishljóð (e. ambient sound) þýðir að þú getur haft heyrnatólin þín vera í gangi meðan þú tekur þátt í samtali. Með snjöllu reikniriti sem eykur umhverfishljóðin passlega getur þú alltaf hlustað með fullkomnum hljóðstyrk án þess að missa úr samtali.
ALVÖRU HLJÓMGÆÐI
Með hljóðver í eyrunum
Týndu þér í heimi tónlistarinnar
Frá háum tónum til dýpsta bassans hljómar tónlistin ávalt vel þökk sé sérhönnuðum tvöföldum hátalara með hljóði frá AKG. Loftventill sem dregur úr hljóðþrýstingi í eyra svo þú getur haft Buds Pro í eyrunum í lengri tíma. Galaxy Buds Pro veitir grípandi upplifun hvort sem þú hlustar á uppáhalds lagið þitt, hlaðvarp eða hljóðbók.
Samtöl eins þú hefur aldrei upplifað áður
Hágæða hönnun gerir þér kleift að fá betra hljóð og minni hávaða í samtölum bæði heima og á ferðinni. Með þremur innbyggðum hljóðnemum má heyra hvert orð vel og skýrt. Snjöll vindvörn útilokar hljóð frá vindkvðum meðan þú átt í samtali.
360 HLJÓMUR
Hljóð sem færir þig nær
Þú upplifir tónlistina á raunverulegri hátt með 360 hljómi. Leyfðu tónlistarupplifuninni að færa þig á nýja staði með Dolby Head tracking™ tækni. Finndu þig í miðjunni á uppáhalds tónlistarmyndbandinu, bíómynd eða sjónvarps þætti. Snjall hreyfiskynjari greinir hvaðan hljóðið kemur og breytist eins og þú hreyfir þig.
Öll tækin þín með á nótunum
AUTO SWITCH
Skiptu hiklaust á milli tækja
BUDS SAMAN
Deildu fjörinu með félaga
Hafðu þitt sett í eyrunum og leyfðu vini að hlusta með. Þú getur tengt tvö sett af Galaxy Buds Pro við símann þinn á sama tíma svo þið getið hlustað saman á uppáhalds lögin eða horft á mynd með frábærum hljóðgæðum.
HÖNNUN
EPÍSKT HLJÓÐ KALLAR Á EPÍSKA HÖNNUN
LITIR
Fallegir litir með glans áferð
Galaxy Buds Pro eru í boði í þremur litum. Veldu klassísk svört, töff fjólublá eða glæsileg silfur. Öll eru þau með fallegri glans áferð að utan en innri hliðin mött og mjúk. Hulstrin eru að sjálfsögðu í sama fallega litnum.
Rafhlaða
Afl til þess að spila lengur
Með ANC í gangi getur þú hlustað með Galaxy Buds Pro í 5 klukkutíma í senn með 13 í viðbót í hulstrinu. Það gefur þér 18 klukkutíma á einni hleðslu. Ef þú slekkur á ANC færð þú í heildina 28 klukkutíma á einni hleðslu, 8 tíma í senn. Hvort sem þú þarft að eyða öllum deginum á fjarfundum í vinnunni, hámhorfa á þáttaraðir eða hlusta á uppáhalds spilurnarlistann þá hefur Galaxy Buds Pro afl til þess að halda þér tengdum allan daginn.
Hraðhleðsla: 5 mínútur af hleðslu gefur þér heilan klukkutíma af spilun. Stuttur blundur fyrir heyrnatólin þín
Þráðlaus orkudeiling: deilir orku á ferðinni. Leggðu Galaxy Buds Pro á bakið á Galaxy snjallsímanum þínum og hann hleður heyrnatólin á meðan.
VATNSVARINN
IPX7
Galaxy Buds Pro eru vatnsvarin með IP stuðulinn X7 sem þýðir að þú getur notað Galaxy Buds Pro á sveittustu æfingunum og blautasta veðrinu án þess að þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af Buds.