Vatnsvarðir Galaxy

Það getur komið sér vel í hinum ýmsu aðstæðum að eiga vatnsheldan síma og jafnvel snjallúr eða heyrnatól líka.  Þeir sem hafa gaman af því að fara í allskonar ævintýri þar sem rigning, snjór eða vatn kemur við sögu ættu að skoða vatsvarin Galaxy tæki til þess að gera ævintýrin ógleymanleg. 

Vatnsvarin heyrnatól

Galaxy Buds: IPX7

Galaxy Buds heyrnartólin eru vatnsvarin með IP stuðulinn X7 sem þýðir að þú getur notað Galaxy Buds á sveittustu æfingunum og blautasta veðrinu án þess að þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af þráðlausu heyrnatólunum þínum.

Vatnsvarinn snjallsími

Galaxy S og Note línurnar: IP68

Þú getur tekið vatnsvarin Galaxy tæki með þér í hin ýmsu ævintýri án þess að hafa áhyggjur af því að þau skemmist. Þú nærð einnig einstöku myndefni við aðstæður sem áður hefði verið ómögulegt að fanga. 

Allir meðlimir S línunnar eru IP68 ryk- og vatnsvarðir frá og með Galaxy S8|S8+ en eldri gerðir er IP67 vottaðir frá og með Galaxy S5. Galaxy Note símar eru vottaðir samkvæmt IP68 eða IP67.

Hvað merkir IP68?

IP-staðall (e. Ingress Protection), sem svo er kallaður er viðurkennd aðferð til mælinga á hversu vel tæki og tól þola ryk og vökva.

Tæki sem merkt eru hinum alþjóðlega staðli og merkt IP68 eru metin nægilega þolgóð til að standast ryk, skít og sand og þola jafnframt að vera í kafi á allt að 1,5 metra dýpi í allt að 30 mínútur.

Hafa ber í huga að ef vatnið/vökvinn er saltur (t.d. sjór) eða klórblandaður (t.d. í sundlaug) að ráðlegt er að skola tækið vel úr hreinu vatni til að koma í veg fyrir tæringu. Einnig þarf að hafa í huga að hitastig, sýrustig og fleiri þættir geta dregið úr þoli tækisins gagnvart þeim vökva sem um ræðir.

A línan býður einnig uppá vatnsvarin tæki

Í nýjustu A línunni má finna tvo vatnsvarða snjallsíma. Það eru Galaxy A52 og Galaxy A72. Þeir eru báðir IP67  ryk- og vatnsvarðir.  Þeir þola að fara niður á allt að 1 metra dýpi í 30 mínútur.

Vatnsvarinn snjallúr

Snjallúr: IP68 5ATM

Vatnsvarin snjallúr: Galaxy Fit, Gear S3, Galaxy Watch, Galaxy Watch Active og Galaxy Watch Active2

Það getur ekkert stoppað þig með Galaxy snjallúr. Vatnsvörðu snjallúrin þola að fara á allt að 5 metra dýpi í 30 mínútur. Svo þú getur verið óhræddur við að fara með úrið í sund, skíði, rigningu eða nokkurn vegin hvaða aðstæður sem er. 

Myndefni þar sem betra er að hafa #IP68