Velkomin í frelsið
Hönnnunin. Íslenska notendaviðmótið. Frelsið fyrir þig sem notanda. — Þær eru margar og mismunandi ástæðurnar sem fólk hefur til að skipta yfir í Samsung Galaxy. Og fyrir þig sem þegar hefur ákveðið þig — eða ert að velta því fyrir þér — erum við hér með leiðbeiningar sem gera flutninginn vonandi enn auðveldari.
Nýr Galaxy Flip6
Flippaðu yfir
Ekki loka þig inni. Losaðu þig úr viðjum vanans og opnaðu heiminn með nýjum Galaxy Z Flip6. Sæktu Smart Switch appið og flippaðu yfir.
Smart Switch í þremur einföldum skrefum
Þegar þú ert búinn að ná í Smart Switch appið leiðbeinir það þér í gegnum ferlið. Svona er það í stuttu máli.
Tengdu tækin saman með kapli. iPhone Lightning to USB-C eða iPhone Lightning to USB-A ásamt OTG- millistykki. Einnig er hægt að flytja gögn þráðlaust.
Stilltu bæði tækin þannig að þau leyfi samskipti milli hvors annars og veldu hvaða gögn þú vilt flytja.
Þegar þú hefur valið hvað þú vilt flytja setur þú flutninginn af stað. Þegar flutningi er lokið er nýji Samsung Galaxy
Hamingjan felst í einfaldleikanum
Skelltu upp nýjum Galaxy fljótt og örugglega. Það sem þú hefur sankað að þér í gegnum tíðina fylgir með ef þú vilt — meira að segja vekjaraklukkan, færslur í dagatöl og símtalaskrá. Við gerum þér þetta eins einfalt fyrir þig svo þú getir notið þín.
Sæktu Smart Switch
Byrjaðu strax. Þú getur sótt appið á Google Play eða náð í forritið fyrir PC eða Mac.