Skilmálar
Skilmálar þessir gilda um þjónustu Samsung Mobile á Íslandi (Tæknivörur ehf.) og geta tekið breytingum. Allar breytingar verða kynntar hér með minnst 30 daga fyrirvara. Allt verð á vef og í auglýsingum er birt með fyrirvara um villur.
Síðast uppfært í október 2025.
Persónuverndarstefna
Við hjá Tæknivörum (sem m.a. heldur úti vefnum samsungmobile.is) leggjum mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina okkar. Við söfnum og meðhöndlum einungis þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir rekstur okkar og þjónustu, í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings, t.d. nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang eða kennitala.
Söfnun og notkun persónuupplýsinga
Við söfnum persónuupplýsingum:
- Þegar þú kemur með tæki til viðgerðar til okkar
- Þegar þú skráir þig á póstlista eða sendir fyrirspurnir í gegnum vefsíðu okkar.
Upplýsingarnar eru notaðar til að:
- Afgreiða pantanir og þjónustu,
- Svara fyrirspurnum,
- Senda upplýsingar sem þú hefur óskað eftir,
- Uppfylla lagalegar skyldur okkar.
Hvaða presónuupplýsingar notum við?
- nafn
- símanúmer og netfang
- samskiptasaga
- vinnustaður, ef þú kemur til okkar fyrir hönd vinnustaðar
- kennitala, í þeim tilgangi að staðreyna heimild þínar til að eiga reikningsviðskipti fyrir hönd viðskiptavinar, eftir því sem við á.
- Raðnúmer og/eða IMEI númer þeirra tækja sem eru til þjónustu
Öryggi gagna
Við tryggjum öryggi persónuupplýsinga með tæknilegum og skipulagslegum úrræðum, svo sem dulkóðun, aðgangsstýringum og öruggum netkerfum. Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður við þá starfsmenn og þjónustuaðila sem þurfa á þeim að halda vegna vinnu sinnar.
Miðlun til þriðju aðila
Við deilum ekki persónuupplýsingum með þriðju aðilum nema það sé nauðsynlegt vegna lögbundinna skyldna eða til að veita þjónustu (t.d. til Póstsins og annara flutningsaðila vegna sendinga á vörum til viðskiptavina um allt land eða til birgja á borð við Samsung, t.a.m. í tengslum við skráningu og meðferð umsókna um kaupauka). Miðlun persónuupplýsinga til slíkra aðila er byggð á lögmætum hagsmunum félagsins. Slíkir aðilar vinna samkvæmt samningi og skuldbinda sig til að tryggja öryggi upplýsinganna.
Réttindi þín
Persónuverndarlög tryggja einstaklingum ákveðin réttindi yfir persónuupplýsingum sínum. Þannig geta einstaklingar t.d. óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum eða að þeim sé eytt.
Þú átt rétt á að:
- Fá aðgang að upplýsingum sem við geymum um þig,
- Fá þær leiðréttar ef þær eru rangar,
- Óska eftir því að upplýsingum verði eytt þegar það er heimilt samkvæmt lögum.
Beiðni um að nýta réttindi má senda á [email protected]
Tekið skal fram að réttindi þín á grundvelli persónuverndarlaga eru ekki fortakslaus. Þannig kunna lög t.a.m. að skylda félagið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum.
Ef upp koma aðstæður þar sem að við getum ekki orðið við beiðni þinni munum við leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.
Vefkökur (cookies)
Við notum vefkökur til að bæta upplifun á vefnum. Þú getur stýrt notkun þeirra í stillingum vafrans.
Breytingar á stefnunni
Stefnan er endurskoðuð reglulega. Allar breytingar verða birtar á þessari síðu.
Síðast uppfært: október 2025