Jólagjöfin frá Samsung
Jólin eru fyrst og fremst tími gleði, friðar og samveru. Þar sem við njótum þess að vera saman með fjölskyldu og vinum. Hins vegar er óhætt að segja að gjafirnar spili oft stórt hlutverk í hátíðarhöldunum. Þess vegna höfum við safnað saman hugmyndum að jólagjöfum á alls konar verði. Eitthvað fyrir alla!
Gefðu gjöf tónlistar
Heyrnartól eru frábær jólagjöf fyrir alla sem elska að hlusta á tónlist, hlaðvörp eða þá sem vilja geta fengið frið frá hávaða í umhverfinu. Galaxy Buds bjóða upp á framúrskarandi hljóð, mikil þægindi og glæsilega hönnun sem nýtast hvar og hvenær sem er. Gefðu gjöf tónlistar með Galaxy buds.
Galaxy Buds3 Pro
Gefðu gjöf tónlistar um jólin með glænýjum galaxy Buds3 Pro. Mögnuð heyrnartól fyrir þá sem vilja það allra besta. Heyrnartólin innihalda allt sem þú þarft til að heyra fullkomlega. Hægt er að stjórna hlustun algjörlega á heyrnatólunum sjálfum. Galaxy buds 3 pro tryggir gæða hlustunarupplifun hverju sinni og aðlagar hljóminn að hvaða umhverfi sem er.
Galaxy BudsFE
Er tónlistarunnandi í fjölskyldunni? Eða mögulega einhver sem getur ekki sofnað án hljóðbókar? Þá eru Galaxy Buds FE gjöf sem mun gleðja. Galaxy Buds FE eru frábær þráðlaus heyrnartól á geggjuðu verði. Þau passa vel í eyru og hafa hljómgæði og hljóðeinangrun upp á tíu.
Samsung Session sem kemur þér í jólagírinn
Jóhanna Guðrún | Löngu liðnir dagar
Nýr sími undir trénu í ár?
Það er fátt sem toppar spenninginn við það að fá glænýjan síma í jólagjöf. Þetta er gjöf sem er stútfull af upplifunum og tækifærum sem halda áfram að gleðja langt fram í tímann. Þess vegna höfum við tekið saman nokkra vinsæla valkosti til þess að hjálpa þér að velja rétta símann í jólapakkann.
Galaxy S24 Ultra
Ef það á aldeilis að dekra við einhvern um jólin þá býður Galaxy S24 Ultra upp á það allra besta. Gífurlega öflugur sími með risa stórum skjá, IP68 ryk- og vatnsvörn, fjórum myndavélum með brautryðjandi notkun á gervigreind og rafhlöðu sem endist lengur en þú. Gullfallegur sími sem tryggir háklassa ljósmyndir og virkni upp á tíu. Tilvalið fyrir þá sem hafa gaman af ljósmyndun eða vilja afl sem nýtist í bæði leik og starfi.
Galaxy S24FE
Hó Hó Hó Samsung Galaxy S24 FE er kominn til byggða og hefur uppá að bjóða alla þá eiginleika sem skipta notendur mestu máli: Framúrskarandi 50 MP myndavél, bæði aðdráttar- og víðlinsa, endingargóð rafhlaða og frábær skjár. Allt það helsta pakkað inn í fágaða hönnun. Væri ekki tilvalið að skella á hann slaufu og undir tréð?
Galaxy A35
Langar þig að gleðja einhvern með nýjum síma um jólin? Galaxy A35 er góður 5G sími á enn betra verði. Einfaldur, stílhreinn og inniheldur allt það helsta. Hann skartar 6,6 tommu AMOLED skjá, þremur myndavélum og 5.000 mAh rafhlöðu. Fullkominn í jólapakkann. Tilvalinn sem fyrsti snjallsími og fyrir alla þá sem vilja góðan síma á skynsamlegu verði.
Galaxy Z Flip6
Gjöfin sem mun standa upp úr í ár verður án efa Galaxy Z Flip6 – samlokusíminn sem hefur slegið í gegn síðustu ár. Hver vill ekki eiga samloku snjallsíma eins og Ice guys strákarnir. ZFlip6 er nettur sími sem passar vel í vasa og veski en er um leið í fullri stærð. Betri myndavél, stærri rafhlaða og sterkari lagnir en forveri sinn. Gullfallegur og töff sími.
Skyld' það vera Samsung úr?
Úti í jólahjólabæ hringir jólahjóla klukkan jólin inn. Þannig er það samkvæmt Sniglabandinu en hvað mun hringja inn þín jól? Verður það mögulega glænýtt snjallúr frá Samsung?
Galaxy Watch7
Galaxy Watch7 er jólagjöf sem nýtist dag og nótt. Öflugt úr með klassíska hönnun og auðvitað vatnshelt svo það hentar vel í öllum veðrum og vindum. Úrið veitir enn betri innsýn í heilsu, svefn og hreyfingu með aðstoð Galaxy AI. Fullkomin gjöf fyrir þá sem hafa gaman af hreyfingu og eru mikið á ferðinni.
Galaxy Watch Ultra
Tilvalin jólagjöf fyrir íþróttagarpinn, útivistamanneskjuna eða aðra sem vilja öflugt og endingargott úr. Úrið er með títan umgjörð, safír gleri og 10 ATM vatnsvörn og þolir því flestar aðstæður. Frábært til að taka með upp á fjöll, í sjósund, í klifur eða hvaða ævintýri sem er.
Gleðileg jól
Jólasveinar eftir listamanninn Birgi Rafn Friðriksson teiknaðir með Galaxy S penna.