Spjaldtölvur

Öflugt verkfæri

í námi og starfi

Galaxy Tab S7 | S7+ er tilvalin græja í skólann eða vinnuna. Þú getur haldið utan um handskrifaðar glósur og jafnvel breytt þeim í texta. Tvískiptur skjár til þess að gera meira í einu og vinna skilvirkt.  Öflugur Snapdragon 865 Plus örgjörvi sem heldur í við þig. Innbyggt geymslupláss er 128 GB en þú getur stækkað upp í 1 TB með minniskorti. Öflugar skýjalausnir sem samstilla tækin þín í rauntíma svo þú getur nálgast gögnin þín hvar sem er hvenær sem er. Þú getur fengið fartölvu upplifun með þunnu lyklaborðahulstri og Dex stillingu.

Aldrei verið jafn einfalt að glósa

Endurbætt Samsung Notes forrit býður upp á betra skipulag og vinnuaðstöðu. Skiptu skjánum til þess að glósa meðan þú skoðar annað efni. Forritið getur lesið PDF skjöl svo þú getur skrifað eða teiknað inn á þau eins og þú þarft. Þú getur bætt við hljóðbókamerki sem vistast með glósunni. Skipulagðu glósurnar þínar með möppum inni í forritinu svo þú ert fljótari að finna þær aftur – svo geturu líka leitað eftir bæði handskrifuðum glósum og texta. Forritið samstillist í rauntíma svo þú getur nálgast glósurnar þínar í öllum tækjunum þínum.

Fartölvu upplifun

Galaxy Tab S7 býður upp á tvö útlit. Annarsvegar klassíska android snjalltækja útlitið og hinsvega Dex UI þar sem skjáborðið verður eins og á fartölvu. Með Dex útlitinu og þunnu lyklaborðahulstri getur þú fengið fartölvu upplifun með einum smelli.

Létt og meðfærileg

Galaxy Tab S7 | S7+ eru þunnar og passa þæginlega í töskuna. Spjaldtölvan er létt og meðfærileg svo þú getur án nokkura vandræða tekið hana með þér hvert sem þú vilt. Þangað sem þér finnst best að einbeita þér, fá vinnufrið eða félagskap getur þú tekið spjaldtölvuna með þér. 

Afþreying

af bestu gerð

Galaxy Tab S7 | S7+  hentar sérstaklega vel í allskonar afþreyingu. Öflugur örgjörvi tryggir góð afköst í leikjaspilun. Góð ending í rafhlöðu svo fjörið endist lengur. Horfðu á Netflix á stórum skjá, sæktu efni af YouTube Premium sem fylgir með tækinu í 4 mánuði og hlustaðu á uppáhalds tónlistina og hlaðvörpin af Spotify með 4 Dolby Atmos hátölurum.

Hönnun

með sköpunargáfuna að vopni

Galaxy Tab S7 | S7+ býður upp á ótal möguleika til þess að hanna og skapa. Nýr og endurbættur S penni sem lætur þér líða eins og þú sért að skrifa á blað með penna. Spjaldtölvan styður fjölda forrita sem gefa þér verkfærin fyrir grafíska hönnun, teikningu, uppsetningu, myndvinnslu, klippingu myndskeiða og hvað sem er sem þér dettur í hug. Hún er létt og meðfærileg svo þú getur auðveldlega tekið hana með þér hvert sem innblásturinn dregur þig. 

S penninn endurhannaður

S penninn tengist spjaldtölvunnimeð bluetooth og má nota sem fjarstýringu til þess að taka sjálfur, stjórna glærukynningum eða jafnvel spila og stoppa tónlist. Takkinn á S pennanum hefur mismunandi virkni eftir því hvað þú ert að gera. Penninn skynjar mismunandi þrýstipunkta sem gefur þér betri stjórn á útkomunni. Penninn er næmur og viðbragðsfljótur svo þú getur skrifað með raunverulegri nákvæmni. Pennin hefur öfluga 0.35mAh rafhlöðu og er geymdur aftan á spjaldtölvunni þar sem hann seglast á bakið og hleður sig á methraða.

Forrit

sem koma þér lengra

Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að sköpun með Galaxy Tab S7 | S7+. Við mælum með nokrum forritum frá þriðja aðilla sem hjálpa þér að fullnýta alla eiginleika spjaldtölvunnar. 

Glósu forritið Squid er tilvalið fyrir námsmenn en það bíður upp á fjöldan allan af sniðmátum (e. templates) svo þú getur valið það sem hentar þínu verkefni. Kaupa þarf aðgang til þess að nota alla eiginleika forritsins

Teikniforritið SketchBook frá Autodesk er tilvalið fyrir listamanninn eða þá sem þurfa að geta unnið grafíska vinnu. Það býður uppá að vinna í lögum (e. layers) og fjöldan allan af penslum og tólum sem nýtast í ýmis verkefni. Forritið er ókeypis. 

 

Kinemaster er sérstaklega flott og einfalt klippiforrit sem leyfir þér að klippa saman myndbönd á skömmum tíma og rendera í 4K. 

Uppsetningar og hönnunarforritið Canva er gott og einfalt í notkun. Forritið sjálft er ókeypis en það fylgir einnig 30 daga prufu áskrift að Canva pro sem býður upp á enn fleiri möguleika.