Approved for Nordic Operators

Innsiglið “Approved for Nordic Operators” felur í sér tryggingu fyrir því að Samsung tæki hefur verið prófað af Samsung Electronics Nordic. Það staðfestir að tækið virki á fjarskiptakerfum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum.

Ekki bara spurning um tungumál

Okkur þykir sjálfsagt mál að hægt sé að stilla síma og spjaldtölvur á það tungumál sem hentar okkur. Okkur hjá Samsung finnst mikilsvert að fólk geti notað síma með íslensku notendaviðmóti. En tungumálið er ekki það eina sem getur verið ólíkt milli landa. Fjarskiptakerfi geta verið og eru mismunandi milli landa. Þess vegna aðlagar Samsung vélbúnað og hugbúnað tækja eftir landssvæðum og fjarskiptafyrirtækjum. Við framkvæmum prófanir í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin á Norðurlöndunum til að tryggja að tækin virki eins og til er ætlast.

Fyrir utan þann mun sem flestir þekkja varðandi tíðnisvið (sem eru mismunandi eftir löndum) eru fjarskiptakerfi að verða sífellt flóknari og krefjast ítarlegri samhæfingar við tækin. Þetta á einkum við nýjustu kerfin – 4G og 4.5G sem þegar eru komin í gagnið hér heima og mun einnig vera tilfellið með 5G. Viðskiptavinir með tæki sem ekki eru “Approved for Nordic Operators” geta fundið fyrir muninum með ýmsum hætti. Áhrifin geta verið allt frá því að vera lakari rafhlöðuending (t.d. vegna þess að samskipti símtækis og fjarskiptanets eru ekki samhæfð) yfir í að tilteknar tegundir af fjarskiptaþjónustu virka illa  eða alls ekki. Þetta á t.a.m. við um hágæða hljóð og myndsímtöl yfir 4G (VoLTE) og 4.5G gagnaflutning. Þess utan getur reynst flóknara að sækja í framleiðandaábyrgð og aðra þjónustu á tækjum sem koma langt að. Við ráðum viðskiptavinum eindregið frá því að kaupa tæki sem ekki eru “Approved for Nordic Operators”.

Prófanir sem skipta máli í daglegri notkun

Hér að neðan eru dæmi um þær prófanir sem gerðar eru á símtækjum sem hafa áhrif á virkni þeirra á fjarskiptakerfum:

  • Vélbúnaðarprófanir: Að tækið virki á því tíðnisviði sem um ræðir og sé í stakk búið að nýtast með þeirri fjarskiptaþjónustu sem í boði er í viðkomandi landi/kerfi. Þetta á við um hljóð-/myndsímtöl yfir WiFi og 4G auk þess sem tækin þurfa að geta virkað vandræðalaust þegar tenging er flutt milli ólíkra gagnaneta og -kerfa (t.d. GPRS, EDGE, 2G, 3G, 4G, VoLTE, VoWiFi).
  • Hugbúnaðarprófanir: Að grundvallar virkni og tungumálastillingar séu eins og til er ætlast og að tækið geti átt í samskiptum við fjarskiptakerfi fjarskiptafyrirtækjanna. Prófanirnar eru framkvæmdar af svæðisbundum þróunardeildum á Norðurlöndunum.

Með þessum hætti næst fram það markmið að tæki með SIM-korti sem merkt eru “Approved for Nordic Operators” virka sem skyldi á fjarskiptanetum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, eru stöðug og nýta möguleika fjarskiptakerfanna til fullnustu.

Innsiglið er á umbúðum utan af tækjum frá Samsung sem seld eru á Norðurlöndunum frá og með september 2012. Ef þú ert í vafa með tækið þitt er þér velkomið að senda okkur tölvupóst á approved@samsungmobile.is eða senda okkur skilaboð á Facebook með upplýsingum um tegundarnúmer og IMEI-númer. Þú getur fundið tegundanúmer tækisins (t.d. SM-G935F) og IMEI-númer tækisins (15-stafa númer) með því að fara inn í Stillingar > Um símann eða utan á kassanum af tækinu. Einnig er hægt að kalla fram IMEI-númerið með því að skrifa *#06*# í síma-hluta tækisins.

  • Virkni 4G-tækja á 4G (LTE) fjarskiptanetum, símtöl yfir 4G (VoLTE) og símtöl yfir þráðlaus net (VoWiFi) geta verið háð takmörkunum eftir tækjum, fjarskiptafyrirtækjum og áskriftarleiðum. Hafðu samband við þitt fjarskiptafyrirtæki til að fá nánari upplýsingar.

Tæki sem virka á íslenskum fjarskiptanetum

samsungmobile.is