SmartThings

Litlir hlutir sem geta auðveldað þer lífið.

Myndavél

SmartThings Cam

GP-U999COVLBQA

Notkunarmöguleikar

Sjáðu snjalla myndavélakerfið frá Samsung. Stýrðu heimilinu úr símanum eða tölvunni eða fylgstu með hvað er að gerast annars staðar á heimilinu í gegnum snjallt sjónvarp eða ísskáp og fáðu skilaboð ef eitthvað kemur upp.

Þú nærð öllu með á myndina

Fylgstu með heimilinu allan sólarhringinn. Myndavélin er með 1080p Full HD upplausn og HDR sem gefur betri myndir – líka þegar mikil birta kemur á móti og gefur þér skýrar myndir í dagsbirtu. Þegar skyggja tekur hjálpar Nætursjón-virknin þér að sjá betur – það veitir öryggi.

Víkkaðu sjóndeildarhringinn

Þegar kemur að öryggi er mikilsvert að sjá það sem skiptir máli. Þökk sé 145 gráðu víðlinsu nærðu góðri yfirsýn yfir allt það sem, gerist á heimilinu þegar þú ert ekki heima.

Spjallaðu eins og þú sért á staðnum

Spjallaðu við fjölskylduna jafnvel þótt þú sért ekki á staðnum. Innbyggður hljóðnemi og hátalari gerir þér kleift að eiga í samskiptum í gegnum SmartThings myndavélina hvaðan sem er.

Frelsi til að ferðast með skýjalausn með nógu plássi

Farðu í frí fullviss um að allt heimilið sé öruggt. Með tveimur SmartThings-myndavélum og 24 klst. skýjaþjónustu getur þú hvenær sem er athugað hver staðan er. Ef þú velur Premium-þjónustu geturðu verið með allt að fimm myndavélar auk 30 daga upptöku í skýjalausn svo þú getir fylgst með öllu hvar sem er í heiminum.

Fullkomið öryggi

Öryggi til alls. Frá vélbúnaði til husholdning. Með Trusted Platform Module (frá Samsung Knox) og snuðrulausri tengingu við SmartThings færð þú sveigjanlega og yfirgripsmikla öryggislausn fyrir heimilið.

Haltu utan um fleiri tæki

Fylgstu með öllu – líka þegar þú ert ekki á staðnum. Nú getur þú sð mismunandi svæði heimilisins á fleiri skjám. Fylgstu með því sem gerist hvar sem er og hvenær sem er  – á Samsung sjónvarpinu þínu eða í Samsung Family Hub í ísskapnum. Vandalaus frá A til Ö.

Aðeins það sem skiptir máli

Alltaf á vakt þannig að þú getir slappað af. SmartThings myndavélin getur skráð með mikilli nákvæmni mismunandi atvik á borð við reykmyndun eða innbrot og fangað allt sem skiptir máli. Einfalt skilaboðkerfi sendir aðeins viðvaranir þegar eitthvað aunverulega er að – þannig að þu sleppur við óþarfa viðvaranir.

* Reykskynjun krefst sérstaks skynjara.