Litlir hlutir sem geta auðveldað þér lífið

SmartThings vöruúrval

SmartThings

Útlínumyndavél

SmartThings útlínumyndavélin er einstaklega hentug lausn fyrir heimaöryggi. Ólíkt hefðbundnum myndavélum tekur útlínumyndavélin aðeins upp útlínur þannig að áhrif og truflun á einkalíf fólks sé sem minnst. Með aðstoð gervigreindar greinir útlínumyndavélin mun á manneskjum og gæludýrum.

Nánar »
SmartThings

Myndavél

Stýrðu heimilinu úr símanum eða tölvunni eða fylgstu með hvað er að gerast annars staðar á heimilinu í gegnum snjallt sjónvarp eða ísskáp og fáðu skilaboð ef eitthvað kemur upp. Myndavélin er með 1080p Full HD upplausn og HDR sem gefur betri myndir. Þegar skyggja tekur hjálpar Nætursjón-virknin þér að sjá betur. Þökk sé 145 gráðu víðlinsu nærðu góðri yfirsýn yfir allt það sem, gerist á heimilinu þegar þú ert ekki heima. Innbyggður hljóðnemi og hátalari gerir þér kleift að eiga í samskiptum í gegnum SmartThings myndavélina hvaðan sem er.

Nánar »
Hnappar og innstungur

Hnappur

SmartThings hnappinn er hægt að setja hvar sem er innandyra og nota til að stýra heimilinu. Þrjár skipanir eru mögulegar: ýta (einu sinni), ýta tvisvar og halda inni. Hægt er að nota hnappinn til að kvekja á tónlist, kveikja/slökkva ljós eða setja af stað hvaða virkni sem er í SmartThings umhverfinu þínu. Virkar með SmartThings miðstöð.

Nánar »

Innstunga

Innstunga frá SmartThings sem kveikir og slekkur á rafnmagnstækjum á snjallan hátt. Með þessari innstungu geturðu t.d. stjórnað því hvernær þú setur vatnshitarann eða heita-pottinn í bústaðnum af stað – úr símanum eða á fyrirfram ákveðnum tíma. Innstungan mælir einnig rafmagnsnotkun. Virkar með SmartThings miðstöð.

Nánar »
Skynjarar

Hreyfiskynjari

Hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu innan 5 metra á 120° sjónsviði. Skynjarinn getur m.a. kveikt ljós þegar gengið er inn í herbergi eða sett af stað tónlist á baðherberginu. Hreyfiskynjarinn mælir einnig hitastig þannig að hægt er að tengja sjálfvikni við breytingu á hitastigi. Segulfesting fylgir með sem einfaldar uppsetningu og stillingu hreyfiskynjarans.

Nánar »
Skynjarar

Hurðaskynjari

Eru dyrnar opnar eða lokaðar? Viltu kveikja ljós í forstofunni þegar dyrnar opnast? Þetta er einfalt mál með hurðaskynjaranum frá SmartThings þökk sé tvískiptum segulnema. Tilvalið er að setja skynjarann á dyr eða glugga. Annar hlutinn fer á dyrakarminn (eða gluggakarminn) og hinn á hurðina. Hurðaskynjarinn er í raun fjöl-skynjari þar sem hann er einnig hitanemi og tritringsnemi sem sem býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika.

Nánar »
SmartThings

Miðstöð

SmartThings miðstöðin (e. Hub) er tengd internetinu og er heilinn í snjallheimilinu þínu. Allar snjallar vörur tengjast við miðstöðina og með SmartThings Appinu getur þú búið til mismunandi “senur”, sem gefa þér góða stjórn á umhverfinu. Sjálfvirknivæddu heimilið og auðveldaðu þér lífið.

Nánar »
Skynjarar

Vatnslekaskynjari

Vatnsleki getur valdið miklum skaða, einkum ef hann uppgötvast seint. Þessi skynjari nemur raka og bleytu og getur því látið vita ef hætta er á vatnsskaða. Skynjarinn nemur einnig hitastig.

Nánar »