Litlir hlutir sem geta auðveldað þér lífið

SmartThings

SmartThings geta auðveldað þér lífið með því að sjálfvirknivæða heimilið þitt. Sjáðu kostina sem fylgja snjöllum innstungum, myndavélum og ýmsu öðru og stjórnaðu heimilinu úr símanum. Losaðu þig undan áhyggjum yfir hvort þú hafir gleymt að slökkva ljósin eða undir kaffikönnunni. Allt sem þú vilt tengist miðstöð sem þar sem þú getur sjálf(ur) útbúið eigin stillingar og sjálfvirkni og látið miðstöðina sjá um vinnuna.

SmartThings miðstöð

SmartThings miðstöðin (e. Hub) er tengd internetinu og er heilinn í snjallheimilinu þínu. Allar snjallar vörur tengjast við miðstöðina og með SmartThings Appinu getur þú búið til mismunandi „senur“ sem gefa þér góða stjórn á umhverfinu. Sjálfvirknivæddu heimilið og auðveldaðu þér lífið.

SmartThings skynjarar

SmartThings skynjarar nema breytingar í umhverfinu, hvort sem um er að ræða hreyfingu, titring, breytingar í hitastigi eða vatnsleka. Fáðu skilaboð þegar gluggi er opnaður eða kveiktu á lampa þegar gengið er inn í herbergi. Möguleikarnir eru endalausir.

SmartThings myndavél

Sjáðu snjalla myndavélakerfið frá Samsung. Stýrðu heimilinu úr símanum eða tölvunni (eða fylgstu með hvað er að gerast annars staðar á heimilinu í gegnum snjallt sjónvarp eða ísskáp), og fáðu skilaboð ef eitthvað kemur upp.

SmartThings útlínumyndavél

SmartThings útlínumyndavélin er einstaklega hentug lausn fyrir heimaöryggi. Ólíkt hefðbundnum myndavélum tekur útlínumyndavélin aðeins upp útlínur þannig að áhrif og truflun á einkalíf fólks sé sem minnst. Með aðstoð gervigreindar greinir útlínumyndavélin mun á manneskjum og gæludýrum.

SmartThings hnappar og innstungur

Stjórnaðu heimilinu með því að þrýsta á hnapp. Tengdu lampa og raftæki við SmartThings innstungu og stjórnaðu tækjum og tólum að vild. Þú getur líka fylgst með rafmagnsnotkun einstakra tækja.