Galaxy S21 er mættur. Með sínum einkennandi skurði fyrir myndavélina sem er hönnuð til þess að gjörbylta hvernig þú tekur ljósmyndir og vídeó: Með 8K getur þú myndað í svo miklum gæðum að þú getur valið ramma úr upptökunni og notað sem ljósmynd. Með öflugasta örgjörva okkar hingað til, sterku gleri, 5G og rafhlöðu sem endist allan daginn er Galaxy S21 Ultra nokkuð sem stendur undir nafni.
Nú kynnum við algjörlega nýja og byltingrakennda hönnun á myndavél. Hún gerir það sem henni er ætlað og er um leið felld inn í hönnun símtækisins með smekklegum hætti.
8K er hæsta upplausn í myndskeiðum sem völ er á í Galaxy tækjum — það eru fjórum sinnum fleiri pixlar en í 4K myndskeiðum. Taktu upp í 8K @ 24 römmum á sekúndu (24fps) og náðu skýrum myndum sem líta jafnvel betur út en það sem þú sérð í bíó, hladdu þeim upp og horfðu á YouTube.
Og með 8K myndskotum (e. Video Snap), getur þú dregið fram úr erminni heilt albúm af epískum hágæðamyndum beint úr myndskeiðunum þínum án vandkvæða.3 Þú þarft þess vegna ekki að velja hvort þú þetur ljósmyndir eða myndskeið.
Dúnmjúkur stöðugleiki en samt allt á fullu
Hveiktu á Mikill stöðugleiki (e. Super Steady) þannig að Galaxy S21 Ultra síminn þinn taki upp lætin eins og ekkert sé. Gervigreind sér til þess að hristivörnin er eins og best verður á kosið og þú nærð ótrúlega stöðugum myndskeiðum.
Silkimjúk myndskeið tekin með 60 römmum á skúndu (e. 60 fps) skilar þér breytilegum upptökuhraða þanig að viðfangsefnið líður mjúklega hjá – jafnvel í lélegum birtuskilyrðum. Upptökuhraðinn lagar sig að skilyrðum hverju sinni þannig að myndskeiðin þín verða silkimjúk frá því að birta tekur og fram í rökkur.4
12 MP
Fram-myndavél
Ofur-víðlinsa
108 MP
Víðlinsa
10 MP
Aðdráttarlinsur
Skjárinn er fullur af lífi enda bjartasti skjár nokkru sinni í Galaxy-síma. Galaxy S21 Ultra 5G færir þér okkar allra bestu upplifun með 1500 nit í birtu og 100% litadýpt fyrir nákvæmar og raunsanna liti – jafnvel á sólríkum degi.
* Dynamic AMOLED 2X-skjárinn á Galaxy S21 Ultra er vottaður af VDE í Þýskalandi til þess að birta það sem kallast 100% Mobile Color Volume í litrófinu DCI-P3, sem þýðir að myndirnar eru ekki daufar og litbrigðin rík sama hvert birtustigið er. Skárinn nær birtustigi upp að allt að 1500 nits sem gefur betri birtuskil milli ljósra og dökkra hluta myndarinnar og þarmeð yfirburðar myndgæði og birtuskilshlutfall upp á 3.000.000:1 sem gerir upplifun þína af tækinu enn betri.
Galaxy S21 Ultra 5G stillir sjálfkrafa hve mikið blátt ljós stafar frá skjánum – sem er gott fyrir agunu þín. Með því að draga úr magni af bláu ljósi þurfa augu þín ekki að reyna jafn mikið á sig , sem þýðir að þú getur horft á þáttinn þinn til enda og samt sofið vært á eftir.
* Alþjóðlega viðurkennda vottunarstofnunin SGS hefur veitt Galaxy S21 Ultra 5GEye Care vottunina “Eye Care Certification” fyrir skjái sem draga verulega úr því magni bláu ljósi og skaðlegum áhrifum ljóssins. Hægt er að lesa nánar um vottunina á www.sgs.com.
Upplifðu muninnj við að horfa á 120 Hz skjá. Há tíðni þess hve oft skjámyndin endurnýjast (120 sinnum á sekúndu) gefur þér ótrúlega hraða og mjúka upplifun – þegar þú hefur prófað er engin leið að snúa til baka. Þar fyrir utan er breytir skjárinn endurnýjunarhraðanum eftir því hvað þú ert að gera, sem sparar rafhlöðuna og gefur þér enn meiri tíma til að gera það sem þú elskar.
1. Seinkun (e. latency) getur verið mismunandi milli forrita. S-pennin er seldur sérstaklega.