Galaxy S21 FE 5G

Við kynnum Galaxy S21 FE 5G og bjóðum velkomin nýjan meðlim í Galaxy S21-línuna.

Við tókum allt sem viðskiptavinir fíla mest og settum í þennan síma svo þú getir upplifað alla þessa snilld í þínu daglega lífi. Hraðasta örgjörvann? Jeps. Geggjaða myndavél? Heldur betur. 

Tækið sem valið var sími ársins 2020* er komið aftur.
FE er kominn aftur.
Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. 

* Samkvæmt MKBHD.

Hönnun

Gerður til að vekja athygli

Litir

Öll litbrigði af „elska þennan“

Hér er úrval lita sem fara þér vel. Allt frá litríkum en um leið látlausum Ólífugrænum og Fjólubláum í klassíska akrómatískan hvítan lit og dökkgráan lit sem fellur vel að flestu. 

Finndu lit við þitt hæfi.

Olive

Ólífugrænn

Graphite

Dökkgrár

Lavender

Fjólublár

White

Hvítur

Stærð

Epískar 6,4 tommur

Galaxy S21 FE 5G hefur allt til að bera sem þú elskar í 6,4″ – stærð sem er alveg fullkomin til að halda góðu sambandi við vinina, til að kanna nýar ástríður, fylgjast með í beinni eða hámhorfa uppáhalds þáttaraðrnar þínar.2
Galaxy S21 FE 5G hefur allt til að bera sem þú elskar í 6,4″ – stærð sem er alveg fullkomin til að halda góðu sambandi við vinina, til að kanna nýar ástríður, fylgjast með í beinni eða hámhorfa uppáhalds þáttaraðrnar þínar.2

Skjár

Fangar athygli þína

Silkimjúk 120Hz

Þægilega mjúkur

Með 120Hz skjá skrollar þú upp og niður skjáinn af þvílíkri mýkt að augun í þér munu senda þér þakkarbréf. Hraðara, þægilegra og styttri viðbragðstími þegar þú spilar leiki. Geggjað til að rústa endakallinum.3
60Hz

120Hz

Með 120Hz skjá skrollar þú upp og niður skjáinn af þvílíkri mýkt að augun í þér munu senda þér þakkarbréf. Hraðara, þægilegra og styttri viðbragðstími þegar þú spilar leiki. Geggjað til að rústa endakallinum.3

Altumlykjandi skjár

Stór skjár sem fer vel í hendi

Skarpur og dregur fram blæbrigði litanna. Nettur ramminn gefur meira pláss fyrir dýnamískan AMOLED 2X skjáinn í Galaxy S21 FE 5G sem sýnir þér litadýrð jafnvel þegar sólin skín.

Altumlykjandi skjár

Stór skjár sem fer vel í hendi

Skarpur og dregur fram blæbrigði litanna. Nettur ramminn gefur meira pláss fyrir AMOLED 2X skjáinn sem sýnir þér litadýrð jafnvel þegar sólin skín.

Corning® Gorilla® Glass Victus™

Bless rispur. Góðan daginn, gler sem endist

“Úps!” verður ei meir hluti af þínum orðaforða með Corning® Gorilla® Glass Victus™ sem er öruggasta gler sem nokkru sinni hefur verið sett á Samsung Galaxy.

* Samanborið við Galaxy S20 FE. Corning® Gorilla® Glass Victus™ er eingöngu á aðalskjá. Þetta Gorilla Glass er öruggasta gler sem nokkru sinni hefur verið sett á Samsung snjallsíma.

Myndavél

Það er nóg til að brosa yfir

Gerir hverja mynd epíska

Myndavélin í Galaxy S21 FE 5G skilar geggjuðum myndum án nokkurra vandkvæða. Ljósmyndir og myndskeið verða hreint ótrúleg jafnvel í minnstu smáatriðum.

12 MP
ofur-víðlinsa

12 MP
víðlinsa

8 MP
aðdráttarlinsa

32 MP
sjálfumyndavél

Myndavélin í Galaxy S21 FE 5G skilar geggjuðum myndum án nokkurra vandkvæða. Ljósmyndir og myndskeið verða hreint ótrúleg jafnvel í minnstu smáatriðum.