Allt sem þú þarft til að gera það sem þú elskar.

Galaxy S20 FE

Þetta er síminn fyrir þá sem vilja allt. Við höfum hlustað á ykkur sem fylgið okkur og við höfum hannað síma sem gefur ekkert eftir. Þetta er síminn sem er sérhannaður fyrir allskonar fólk með allskonar þarfir. Hvort sem þú hefur unun af ljósmyndun, leikjum eða elskar að fylgjast með öllu því sem veitir þér innblástur höfum við búið til geggjaða blöndu af öllu því besta sem S20 línan hefur upp á að bjóða. Hér er síminn sem veitir þér það sem þú þarft til að geta gert meira af því sem þú elskar.

Litir

Litir fyrir alla

Þú ferð líklega sjaldan eða aldrei út án símans. Þess vegna er hann hluti af þínum stíl. Hvort sem stíllinn þinn er áberandi og djarfur eða látlaus og sígildur eigum við lit sem hentar þér. Þú getur valið á milli fjögurra litatóna sem allir eru með matta og stílhreina áferð.1

Cloud Navy

Blár

Cloud Lavender

Bleikur

Cloud Mint

Grænn

Cloud Red

Rauður

Infinity-O skjár

Augu allra á Infiniti-O skjánum

Uppfærðu útsýnið þitt. Heilar 6,5” að stærð í fullri háskerpu (e. Full HD+) með ramma sem er svo nettur að hann sést varla og með pínulitlu gati fyrir myndavélina að framan.2 Þetta þýðir að skjárinn færir þér enn betri upplifun fyrir leikjaspilun, streymið og myndsímtöl og gerir allt svo miklu skemmtilegra.

Náðu meiru, komdu nær
og taktu mynd í fyrstu tilraun

Myndavél

Þreföld myndavél í sem sæmir þeim kröfuhörðustu

Með þrenns konar myndavélum að aftan getur þú verið viss um að ná góðum myndum. Veldu víðlinsu til að ramma inn myndefnið eða  víkkaðu skotið enn frekar með ofurvíðlinsu. Notaðu svo aðdráttarlinsuna til að ná allt að 3x optíksum aðdrætti.

Space Zoom

Flytur þig af aftasta bekk í fremstu röð

Með Space Zoom (sem við getum kallað geimskot) færðu 30x aðdrátt sem fleytir þér þvert yfir rýmið. Blanda af 3x optískum aðdrætti og 30x ofurupplausn gerir þér kleift að vera þar sem hlutirnir gerast án þess að færa þig úr stað.34

Allt að

3x

Optískur aðdráttur

|

30x

Ofurháupplausn

Fyrir náttuglurnar

Næturstilling

Stærsta dual pixel myndflagan okkar gerir myndirnar bjartar - jafnvel í myrkri

Með stærri dílum (e. pixels og bættri gervigreind fyrir myndavélina aðlagar aðalmyndavélin á Galaxy S20 FE sig að birtustiginu og dregur að nægt ljós jafnvel í rökkri þannig að myndirnar verða bjartari og litríkari. Myndavélin tekur marga ramma í einni töku og skeytir þeim saman í eina bjarta næturmynd.5

Næturstilling ekki stillt á
Næturstilling stillt á

Ein taka

Í einu skoti færðu svo marga möguleika.

Með Einni töku þarfu bara að taka eitt skot til að fá mörg sjónarhorn á það sem þú vilt sjá. Ein taka í allt að 15 sekúndur verður að fjölmörgum myndum og hreyfimyndum sem er geyndar í myndaalbúminu þínu þar sem þú getur notið herlegheitanna frá tökunni.6
 
Play Video

Myndavél að framan

Ekki bara sjálfur heldur sjálfsportrett

Myndavélin að framan er 32MP sem þýðir að sjálfsmyndirnar sem þú tekur geta sprungið út og orðið að listaverkum þar sem þú ert í miðjunni.

 

Tengingar

LTE og WiFi 6 býður upp á góðan hraða fyrir streymið

Allt að 1,6 Gbps LTE gefur þér öfluga gagnatengingu og Wi-Fi 6 tryggir örgga tenging meðlítilli seinkun – jafnvel þótt margir séu á netinu.7 Hvernig sem þú tengist getur þú spilað sem aldrei fyrr.

 
 

Flauelsmjúkur 120 Hz skjár

Þú líður áfram í gegnum streymið

Super AMOLED skjárinn endurnýjar sig á tvöfalt meiri hraða, heilum 120Hz (hundraðogtuttugusinnum á sekúndu) til að halda öllu sem rennir þér framhjá tæru og flauelsmjúku og viðbragðstímanum eins og hann gerist bestur. Hvort sem þú ert ða rúnta um tímalínuna eða skoða myndasafnið þitt fer skjárinn ljúflega með efnið.

 
Play Video

60 Hz

120 Hz

Rafhlaða sem endist

Snjöll rafhlaða sem býður þér að leika þér svo klukkustundum skiptir

Lifðu lífinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þú þurfir að hlaða símann. Með 4500mAh rafhlöðu fær síminn þinn nóg stuð til að komast í gegnum allan daginn – og hún er nógu snjöll til að spara þegar þess gerist þörf.8, 9