ezgif.com-gif-maker (49)

Galaxy A72

Betri hreyfimyndir og fletting með
hraðari uppfærslutíðni skjás.

OIS fangar öll smáatriðin
jafnvel í lítilli birtu.

galaxy-a_advisor_icon-battery_B

Kraftmikil rafhlaða sem endist
allan daginn.

Raunverulegri upplifun með betri skjá

Upplifðu öll smáatriðin með FHD+ Super Amoled skjánum jafnvel í bjartri dagsbirtu. Augnþægisskjöldur verndar augun þín með því að draga úr bláu ljósi. Raunveruleg hreyfing sem fær efnið til þess að flæða náttúrulega yfir skjáinn, hvort sem það er í tölvuspili eða flettihreyfingum. Allt þetta á 6.7 tommu infinity-O skjá. 

Frábær hönnun

Taktu eftir mjúkum línum sem fá símann til þess að liggja betur í hendinni. Myndavélarnar liggja fallega aftan á mattri bakhliðinni sem gefur einstaka áferð. Þú velur þann lit sem passar þér best: Awesom Violet (fjólublár), Awesome Black (svartur), Awesome White (hvítur) eða Awesome Blue (blár). 

Previous
Next

Taktu skarpar myndir með meiri stöðugleika

Leyfðu ljósmynadaranum í þér að njóta sín með myndavélinni á A72. Aðalmyndavélin bíður upp á mikla upplausn með 64 MP linsu og optískum stöðugleika (OIS) fyrir skarpar myndir á hvaða tíma sólahringsins. Þú sérð ennþá meira með ofur-víðlinsunni og svo geturðu notað 3x optískan aðdrátt og 30x stafrænan aðdrátt til þess að komast ennþá nær myndefninu. Nálægðarmyndavél (e. macro camera) dregur fram smáatriðin og leyfir þér að fara ennþá nær myndefninu án þess að missa fókus. 

Skýrar myndir í lélegum birtuskilyrðum

Óskýrar myndir og myndskeið heyra fortíðinni til. Myndavélin hleypir meira ljósi inn og OIS (Optical Image Stabilazation) býður uppá skarpar og fókusaðar myndir og myndskeið við litla birtu.

Myndir úr þremur sjónarhornum

12MP ofur-víðlinsan breykkar sjónsviðið og þú nærð meiru inn á myndina. 64MP aðalmyndavél skerpir á myndefninu og þú kemst ennþá nær með 3x optískum aðdrætti. 

Sjáðu minnstu smáatriðin

Þú getur sett 5MP nálægðarmyndavélina alveg upp að myndefninu til þess að fanga allra fínustu smáatriðin á myndinni. Forgrunnurinn í fókus og bakgrunnurinn óskýr svo myndefnið sker sig náttúrulega frá bakgrunninum. 

Hágæða sjálfu-myndavél sem sýnir þínar bestu hliðar

Taktu skarpar sjálfur við hvert tækifæri með 32MP sjálfu-myndavélinni á A72. Afmarkaður fókus setur þig í aðalhlutverk á hverri einustu mynd.

Fáðu þér síma sem þolir þig

A72 er sími sem þú getur tekið með þér í alvöru íslenskar aðstæður. Síminn er IP67 ryk- og vatnsvarinn. 

Hljóð sem umlykur þig

Galaxy A72 er með hátalara bæði efst og neðst á símanum svo þú færð gott umlykjandi hljóð án þess að nota heyrnatól.

Rafhlaða sem endist í tvo daga

Með 5.000mAh rafhlöðu getur þú streymt, deilt og gert meira af því sem þér finnst skemmtilegt. Snjöll rafhlaðan aðlagar sig að notendamynstrinu svo þú getur notað símann lengur. Með 25W hraðhleðslu ert þú fljótur að hlaða aftur þegar þú þarft.

*Rafhlöðuending getur verið mismunandi eftir aðstæðum og notkun (hraðhleðslutæki er selt sérstaklega)