Galaxy A42

Betri upplifun með stærri skjá

Stór 6,6″ Infinity-U skjár veitir grípandi upplifun þegar þú horfir á bíómyndir í símanum, spilar uppáhalds leikina eða flettir í gegn um samfélagsmiðla. Super AMOLED tækni sýnir skarpari myndir og bjarta liti á skjánum. 

*Tölvugerðar myndir

Falleg hönnun sem fellur vel í hendi

Hönnunin á A42 grípur augað en glansandi bakhliðin með látlausu munstri er sérstaklega falleg. Rúnaðar hliðar gerir það þæginlegra að halda á símanum og nota hann. 

*Litaúrval getur verið mismunandi eftir löndum og sölustöðum

Fjórföld myndavél svo þú sérð meira

Með aðalmyndavél upp á 48MP getur þú fangað allar góðu stundirnar á skarpa mynd. Náðu víðara sjónarhorni og sjáðu meira með ofur-víðlinsunni, skerptu á myndefninu með dýptarmyndavélinni og sjáðu minnstu smáatriðin með makró myndavélinni.

Víkkaðu sjóndeildarhringinn

80 gráðu víðlinsa

123 gráðu ofur- víðlinsa

*Tölvugerðar myndir

Makró linsan dregur fram smáatriðin

Þú getur farið með myndavélina alveg upp að myndefninu og 5MP makró linsan fangar öll litlu smáatriðin. Þetta býr til náttúrulega dýpt í myndirnar þínar svo forgrunnurinn sker sig frá bakgrunninum.

*Tölvugerðar myndir

Fáðu dýpt í myndirnar og sjálfurnar

5MP dýptarmyndavél gerir þér kleift að fá meiri dýpt í myndirnar þínar. Afmarkaður fókus dregur augað beint að myndefninu og gerir bakgrunninn óskýrann. Þessi áhrif eru einnig í boði á 20MP sjálfu myndavélinni svo þú tekur enn betri sjálfsmyndir.

*Tölvugerðar myndir

Rafhlaða sem gefur þér kraft í gegn um daginn

5000mAh rafhlaða gerir þér kleift að vinna, streyma eða leika í símanum allan daginn án þess að hafa áhyggjur af rahlöðuendingunni. Þar fyrir utan getur þú hlaðið símann með 15W hraðhleðslu.