Hreyfiskynjari

Hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu innan 5 metra á 120° sjónsviði. Skynjarinn getur m.a. kveikt ljós þegar gengið er inn í herbergi eða sett af stað tónlist á baðherberginu. Hreyfiskynjarinn mælir einnig hitastig þannig að hægt er að tengja sjálfvikni við breytingu á hitastigi. Segulfesting fylgir með sem einfaldar uppsetningu og stillingu hreyfiskynjarans.

Hurðaskynjari

Eru dyrnar opnar eða lokaðar? Viltu kveikja ljós í forstofunni þegar dyrnar opnast? Þetta er einfalt mál með hurðaskynjaranum frá SmartThings þökk sé tvískiptum segulnema. Tilvalið er að setja skynjarann á dyr eða glugga. Annar hlutinn fer á dyrakarminn (eða gluggakarminn) og hinn á hurðina. Hurðaskynjarinn er í raun fjöl-skynjari þar sem hann er einnig hitanemi og tritringsnemi sem sem býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika.

Vatnslekaskynjari

Vatnsleki getur valdið miklum skaða, einkum ef hann uppgötvast seint. Þessi skynjari nemur raka og bleytu og getur því látið vita ef hætta er á vatnsskaða. Skynjarinn nemur einnig hitastig.